50 ára Bandalag kvenna gaf bleikan bekk – Myndasyrpa

Bandalag kvenna í Hafnarfirði varð 50 ára í október sl.

Kvenfélagskonur við bekkinn við Bókasafnið

Bandaleg kvenna í Hafnarfirði varð 50 ára í október sl. Hafa þær gert ýmislegt til að fagna þessum tíma­mótum og sl. fimmtudag hittist stór hópur kvenna í Byggðasafninu þar sem þær fræddust um þemasýningu þar og heimsóttu Beggubúð en þaðan áttu margar góðar minningar frá.

Í tilefni afmælisins færði Bandalag kvenna Hafnarfjarðarbæ forláta bekk sem staðsettur hefur verið fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri vígði bekkinn.

Bekkurinn er fagurbleikur með áletrun og vígði Rósa Guð­bjartsdóttir bæjarstjóri bekkinn 27. apríl sl. með því að klippa á borða og setjast í hann.

Fullskipaður bekkurinn.

Eftir það bauð bæjarsjóri til móttöku í anddyri Bæjarbíós þar sem hinar prúðbúnu konur þáðu góðar veitingar.

Fjölmörg kvenfélög eru með aðild að Bandalagi kvenna en í stjórn bandalagsins eru Helga Ragn­heiður Stefánsdóttir, formaður, Elfa Sif Jónsdóttir og Erla Kristinsdóttir.

Ummæli

Ummæli