4,9 milljónir kr. úr húsafriðunarsjóði til Hafnarfjarðar

Styrkur veittur til sex hafnfirskra byggina

Brekkugata 11

Húsafriðunarsjóður veitt nýlega 202 styrki til ýmissa verka vítt og breitt um landið en alls bárust 267 umsóknir og sótt var um tæplega 1.000 milljónir kr. Samtals veitti sjóðurinn 301,5 millj. kr. í úthlutun þessa árs en hæstu styrkirnir til einstakra húsa námu 5 milljónum kr.

Strýta, Selvogsgata 4

Sex styrkir fóru til endurgerðar á húsum í Hafnarfirði:

  • Brekkugata 11, kr. 2.000.000,-
  • Brekkugata 5, kr. 1.200.000,-
  • Fríkirkjan, kr. 700.000,-
  • Selvogsgata 4, Strýta, kr. 500.000,-
  • Suðurgata 38, Bjarnabær, kr. 300.000,-
  • Lækjargata 8, kr. 200.000,-
Brekkugata 5

Samtals var 63 milljónum kr. veitt til friðlýstra kirkna, 77 milljónum kr. til friðlýstra annarra húsa og mannvirkja, 124,6 milljónum kr. til friðaðra húsa og mannvirkja, 21 milljón kr. til annarra húsa og mannvirkja, 4 milljónum kr. til rannsókna og 11,7 milljónum kr. til verndarsvæða í byggð þar sem elsta hverfið á Egilsstöðum fékk hæsta styrkinn, 6,5 millj. kr.

Fríkirkjan
Bjarnabær, Suðurgata 38

Á síðasta ári fékk Bæjarbíó 2,1 millj. kr. styrk, Brekkugata 11, 1,5 millj. kr., Suðurgata 33 fékk 900 þús. kr. og Siggubær, Kirkjuvegi 10 fékk 5 millj. kr.

Ummæli

Ummæli