Stjórn Strætó bs. samþykkti 16. september sl. hækkun á fargjöldum Strætó um 12,5%.
Stök fargjöld og tímabilskort munu öll taka sömu verðbreytingu.
Fer stakt fargjald úr 490 kr. í 550 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4.000 kr. í 4.500 kr.
Verðhækkunum er ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum á aðföngum Strætó svo sem olíuverðshækkunum, en olíuverð hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum og kostnaði vegna vinnutímastyttingar, sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Áhrifa heimsfaraldurs COVID gætir enn í rekstrinum og útlit fyrir að uppsöfnuð áhrif á tekjur séu á bilinu 1500 m.kr. til 2000 m.kr. Kemur þetta fram í tilkynningu Strætó bs.
Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ekki til akstursþjónustu fyrir fatlað fólk en þar verða engar breytingar á gjaldskrá.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. október næstkomandi.
Gjaldskrá Strætó 1. okt. 2022
| Fullorðnir | 550 kr. |
| Ungmenni | 275 kr. |
| Aldraðir | 275 kr. |
| Öryrkjar | 165 kr. |
| Börn, 11 ára og yngri | 0 kr. |
| 30 DAGA | 12 MÁNAÐA | |
|---|---|---|
| Fullorðnir | 9.000 kr. | 90.000 kr. |
| Ungmenni | 4.500 kr. | 45.000 kr. |
| Aldraðir | 4.500 kr. | 45.000 kr. |
| Öryrkjar | 2.700 kr. | 27.000 kr. |
| Börn, 11 ára og yngri | 0 kr. | 0 kr. |
| VERÐ | |
|---|---|
| Klapp 10 Fullorðnir | 5.500 kr. |
| Klapp 10 Aldraðir | 2.750 kr. |
| Klapp 10 Ungmenni | 2.750 kr. |
| VERÐ | |
|---|---|
| Klapp kort | 1.000 kr. |
| VERÐ | |
|---|---|
| 24 klst. | 2.200 kr. |
| 72 klst. | 5.000 kr. |


