fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttir1,2 milljónir í menningarstyrki til 9 aðila

1,2 milljónir í menningarstyrki til 9 aðila

Menningarstyrkir, seinni úthlutun 2024. Lagt fram til afgreiðslu.

Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að styrkja verkefni níu aðila en samtals hafði nefndin 1,2 milljónir til að útdeila.

Þessi fengu styrk:

  • 200.000 kr. – Edda Lilja Guðmundsdóttir, Garnival.
  • 200.000 kr. – Kvennakór Hafnarfjarðar, 30 ára afmæli Kvennakórs Hafnarfjarðar.
  • 200.000 kr. – Sveinn Guðmundsson, Ægileg tónlist!
  • 150.000 kr. – Kristín Ýr Jónsdóttir, Fagrir tónar í Firðinum.
  • 100.000 kr. – Anthony Vincent Bacigalupo, The Haunted Garden 2024.
  • 100.000 kr. – Ármann Helgason, Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju.
  • 100.000 kr. – Elvar Gunnarsson, 100 sýningaviðburðir & fimm ára afmæli, Litla Gallerý.
  • 100.000 kr. – Sigmar Ingi Sigurgeirsson, Vetrarhátíð Hinsegin hittinga í Hafnarfirði.
  • 50.000 kr. – Hallbjörg Helga Guðnadóttir, Við lága klettaströnd.

Nefndin samþykkti á fundi sínum í mars sl. að afhenda við fyrri úthlutun samtals 9 milljónum og 250 þúsundum svo samtals útdeilir nefndin á þessu ári 10.250.000 kr. en þar af fóru 5 milljónir í framlengingu á samningi við Bæjarbíó um Hjarta Hafnarfjarðar.

Næst stærsti styrkurinn á árinu fékk Litla Gallerý, 610 þúsund kr. og hefur fengið samtals 710 þúsund kr. á árinu. Þriðji hæsti styrkurinn var 380 þúsund þúsund og fengu þrír aðilar svo háan styrk.

Samtals hafa 27 verkefni fengið styrk á árinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2