fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttir10-11 lokar og Iceland opnar

10-11 lokar og Iceland opnar

Lokar nú á miðnætti

Verslun 10-11 í Staðarbergi verður lokað nú um miðnætti. Þar opnar svo verslunarkeðjan Iceland sem Jóhannes Jónsson í Bónus opnaði árið 2012.

Nú er Iceland eða Ísland-Verslun hf. í eigu Basko ehf. en það félag er m.a. í eigu Árna Péturs Jónssonar forstjóra 10-11 en hann er einnig forstjóri Basko ehf.

Nýlega hefur verið tilkynnt að verslun Iceland muni opna á Akureyri þar sem 10-11 var og ný verlsun Iceland opnaði fyrir skömmu í Glæsibæ þar sem 10-11 var.

Verslunin í Staðarbergi verður sjötta verslun Iceland en heimildir herma að verslunin opni í lok mánaðarins.

Verslanir Iceland eru opnar allan sólarhringinn eins og verslun 10-11 í Staðarbergi hefur verið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2