Útgáfutónleikar „Kids on Holiday“ á miðvikudag

Magnús Davíðsson

Útgáfutónleikar tónlistarmannsins “Kids on Holiday” verða haldnir á sviði Hamarsins, gamla húsnæði Skattstofunnar við Suðurgötu, kl. 20 miðvikudagskvöldið 10. ágúst.

Magnús Davíðsson, eða „Kids on Holiday“ eins og hann er betur þekktur, frumflytur fyrir gesti og aðdáendur sína lögin sem hann hefur unnið að í sumar sem hluti af verkefni Skapandi Sumarstarfa Hamarsins og Hafnarfjarðar 2022 og verða lögin hluti af jómfrúarplötu hans sem kemur út í haust.

Tónlistarmaðurinn býður til tónleika áður en hann flytur til Þýskalands þar sem hann mun hefja nám í virtum tónlistarskóla í Berlín, BIMM institute.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá þennan snilling sem á sannarlega framtíðina fyrir sér.

Frítt inn.

Ummæli

Ummæli