fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimÁ döfinniTónleikar kl. 16 á laugardaginn á Kóramóti eldri borgara

Tónleikar kl. 16 á laugardaginn á Kóramóti eldri borgara

„Með sól í hjarta og söng á vörum,“ er yfirskrift tónleikanna í Víðistaðakirkju

„Með sól í hjarta og söng á vörum,“ er yfirskriftin á tónleikum fimm kóra eldri borgara sem hafa í fjölmörg ár hist á árlegu kóramóti. Einn liður í kóramótinu eru opnir tónleikar sem að þessu sinni verða í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 16.

Gaflarakórinn mun eflaust syngja „Einhvers staðar einhvern tíman aftur“ eftir Magnús Eiríksson en hér að ofan má heyra kórinn syngja lagið á tónleikum 2. maí sl.

Frá Kóramóti eldri borgara í Langholtskirkju 2018.

Frítt er inn á tónleikana en kórarnir sem koma fram eru:

  • Eldey frá Reyjanesbæ,
  • Gaflarakórinn í Hafnarfirði
  • Hljómur frá Akranesi,
  • Hörpukórinn frá Selfossi
  • Vorboðar frá Mosfellsbæ

Framkvæmd kóramótsins eru í höndum Gaflarakórsins í Hafnarfirði en kórarnir æfa saman fyrri part dags þau lög sem þeir munu syngja saman en einnig syngja kórarnir hver fyrir sig.

Félagar í Gaflarakórnum syngja með kórunum á kóramóti 2018
Glæsilegur hópur félaga í kórunum fimm.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2