fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÁ döfinniÞrír ungir fiðluleikarar með tónleika í Pakkhúsinu á mánudaginn

Þrír ungir fiðluleikarar með tónleika í Pakkhúsinu á mánudaginn

Tónlistarhópurinn Klassík spilar í Pakkhúsinu við Vesturgötu á mánudaginn, 4. júlí kl. 12.

Hópurinn samanstendur af þremur ungum fiðluleikurum, þeim Helgu Diljá, Margréti Láru og Tómasi Vigur.

Með tónleikunum er ætlunin að miðla sígildri og klassískri tónlist til almennings og vekja þannig áhuga á töfrum tónlistarinnar og mikilvægi tónlistarnáms fyrir alla aldurshópa.

Tónleikarnir eru hluti af verkefni sem Vinnuskóli Hafnarfjarðar og Hitt húsið í Reykjavík koma að.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2