fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÁ döfinniMarta Kristín og Antonía á hádegistónleikum í Hafnarborg - uppfært

Marta Kristín og Antonía á hádegistónleikum í Hafnarborg – uppfært

Þorsteinn forfallaðist og Marta Kristín sópransöngkona hleypur í skarðið

Vegna forfalla mun sópraninn Marta Kristín Friðriksdóttir koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í stað Þorsteins Freys Sigurðssonar á morgun, þriðjudag kl. 12.

Marta Kristín og Antonía munu flytja vinsælar aríur eftir Mozart, G. Donizetti, Puccini og F. Cilea. Marta Kristín hlaut titilinn „Rödd ársins“ þegar hún sigraði í klassísku söngkeppninn „Vox Domini“ sem haldin var í janúar 2017.

Þetta eru síðustu hádegistónleikarnir fyrir sumarfrí.

Marta Kristín Friðriksdóttir er 22 ára sópran frá Reykjavík. Hún byrjaði ung í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur og hóf einsöngnám sitt haustið 2008 hjá Hönnu Björk Guðjónsdóttur í Söngskólanum Domus vox. Haustið 2010 tók Inga Backman við stjórninni sem söngkennari og Antonia Hevesí sem meðleikari. Haustið 2012 byrjaði Marta í Söngskólanum í Reykjavík þar sem söngkennarinn Signý Sæmundsdóttir og meðleikarinn Þóra Fríða Sæmunsdóttir sáu um leiðsögnina. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2014, tveimur árum síðar lauk hún 8. stigi með hæstu einkunn 9,6 og vorið 2017 útskrifaðist hún frá Söngskólanum í Reykjavík með DipABRSM. Síðastliðið haust hóf hún framhaldsnám sitt í Tónlistarháskólanum í Vínarborg undir leiðsögn Regine Köbler.

Marta vann klassísku söngkeppnina “Vox Domini” sem haldin var í janúar 2017 á vegum FÍS (félags íslenskra söngkennara) og hlaut nafnbótina Rödd ársins 2017. Á sama tíma tók hún þátt í uppfærslu Söngskólans í Reykjavík á Töfraflautunni eftir Mozart þar sem hún fór með hlutverk Paminu.

Framundan hjá Mörtu er að syngja Amore í Orfeo ed Euridice eftir Gluck ásamt því að undirbúa sig fyrir sumarnámskeið á Ítalíu þar sem hún fer með hluverk Adinu í Ástardrykknum eftir Donizetti.

Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins.

Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2