Þemasýningin „Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975“ verður opnuð í dag í forsal Pakkhússins að vesturgötu 6.
Sýningin fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum 1960 -1975, áhrifin og breytingarnar.
Andi sjöunda og áttunda áratugarins mun svífa yfir sýningarrýmið þar sem stofa og unglingaherbergi hafa verið endurgerð í líkingu við blokkaríbúðirnar sem voru að byggjast upp á þessum tíma og ýmislegt forvitnilegt sem mun vekja upp fortíðarþrá gesta.
Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag.