fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Margrét Hrafnsdóttir syngur á fyrstu hádegistónleikum eftir sumarfrí

Þriðjudaginn 14. september hefjast hádegistónleikar í Hafnarborg að nýju eftir sumarfrí en þá mun sópransöngkonan Margrét Hrafnsdóttir koma fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara.

Margrét Hrafnsdóttir fór með hlutverk Freyju í Þrymskviðu eftir Jón Ágeirsson sem flutt var í Norðurljósum undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar haustið 2018. Hún mun fara með hlutverk Ortlinde í uppfærslu Íslensku óperunnar og Sinfoníuhljómsveitar Íslands á Die Walküre eftir Richard Wagner á Listahátíð í febrúar 2022. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss, Danmörku og Svíþjóð. Þá hefur hún hlotið styrki úr tónlistarsjóði, auk þess sem hún hlaut þriggja mánaða listamannalaun árið 2020 og sex mánuði 2021. Margrét starfar sjálfstætt sem söngkona og söngkennari.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru vanalega á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Aðgangur er ókeypis.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,318AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar