Á miðvikudaginn, 7. september, kl. 20 verður kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga sem er þann 10. september ár hvert.
Hafdís Huld Þórólfsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Björgvin Franz Gíslason munu sjá um tónlist og hugleiðingar. Sr. Bragi Ingibergsson leiðir stundina.
Margir þjást vegna sjálfsvíga ástvina. Stundin er ætluð til að mæta þeim einstaklingum, styðja, styrkja og minnast. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem látnir eru. Hér er tækifæri til að koma saman, hlýða á uppörvandi orð, hugleiðingu aðstandenda og leyfa tónlistinni að hreyfa við okkur