Kynningarfundur um breytingu á skipulagi miðbæjarins á miðvikudag

Miðbær, reitur 1 og Strandgata 26-30

Skýringarmynd með deiliskipulagstillögu Miðbæjar, reits 1

Boðað hefur verið til kynningarfundar um tillögur að skipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar.

Annars vegar verður kynning á tillögu að breytingu deiliskipulagsins „Miðbær Hafnarfjarðar – reitur 1“, sem er svæði sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hins vegar verður kynning á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Strandgötu 26-30.

Athugasemdarfrestur til 31. ágúst

Frestur til athugasemda við báðar tillögurnar hefur verið framlengdur til og með 31. ágúst nk.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. ágúst kl. 17.30 í Bæjarbíói og í beinu streymi á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar.

Fjöldi þátttakenda í sal miðast við tilmæli yfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Allir fundargestir eru vinsamlega beðnir um að vera með grímu.

Skráning gesta í sal fer fram hér

Ummæli

Ummæli