fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniJólin eru okkar – Jólatónleikar

Jólin eru okkar – Jólatónleikar

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika sína í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20.

Tónleikarnir bera yfirskriftina Jólin eru okkar sem er tilvísun í samnefnt ljóð Braga Valdimars Skúlasonar.

Kórinn er nú á sínu þrítugasta starfsári og hefur þegar lagt drög að viðburðaríku afmælisári. Þar ber hæst tónleikaferðalag kórsins til Englands næsta vor. Undirbúningur fyrir þá ferð er þegar hafinn og á jólatónleikunum í Víðistaðakirkju mun kórinn flytja rammíslenska tónlist sem kórinn mun taka með sér til Englands en einnig verða á efnisskránni sígild jólalög, íslensk sem erlend. Mörg laganna eru í nýrri útsetningu Söru Gríms sem nýverið tók við stjórn kórsins.

Undirleikari á tónleikunum verður Sveinn Arnar Sæmundsson.

Miðasala er við anddyrið. Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri.

Tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt í tónleikahléi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2