fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimÁ döfinniJean Antoine með yfirlitssýningu á verkum sínum

Jean Antoine með yfirlitssýningu á verkum sínum

Haldin á Korpúlfsstöðum og hefst hún 4. nóvember nk.

Jean Antoine Posocco, sem um tíma bjó og starfaði í Hafnarfirði heldur  sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í Reykjavík og verður sýningin opnuð 4. nóvember nk. kl. 13. Nefnir hann sýninguna Yfirlitssýning 40 árum síðar…

Í ár fagnar Jean Antoine Posocco 40 ára dvöl sinni á Íslandi og stóran hluta af þeim tíma hefur hann dúllað við að teikna, sumum til ama og öðrum til skemmtunar, eins og hann orðar það sjálfur. Jean Antoine bjó í Hafnarfirði 1992-2010 og rak hann gallerí ásamt fleirum á Strandgötunni.

„Af því tilefni ætla ég að gefa fólkinu sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og öðrum áhugasömum tækifæri til að skyggnast inn í sköpunargleði sem býr í mér því sumir þekkja mig sem myndskreyti, aðrir sem póstburðarmann eða bókaútgefanda, kokk, vatnslitamálara, málmsmið, kennara eða félagsliða og enn aðrir sem skapmikinn karakter sem liggur ekki á skoðunum sínum,“ segir Jean Antoine.

„Ég bjó í 20 ár í Hafnarfirði og hef sterkar rætur til bæjarins,“ segir hann jafnframt og mun hann sýna meðal annars teikningar sem hann hefur teiknað síðustu 30 ár í barnabækur. Til sýnis verða líka málverk, ljósmyndir, myndasögur og fl.

Jean Antonie er fæddur í Frakklandi 1961, útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur unnið sem hönnuður frá 1989 á auglýsingastofum og eigin stofu auk þess að kenna í faginu.

Helstu myndskreyttu barnabækur hans af samtals 30 bókum:
2009: Flugvélakossar
2007: Alína
2004-2008: Krakkarnir í Kátugötu – 11 bækur
2001: Óli í brattagili
2000: Tóta á ferð og flugi
1999: Milljón steinar
1991: Dvergurinn í sykurhúsinu
1989: Glókollur

Myndasögur:
2008: Suggi Rökkva
2006: Úrg ala buks unum
2005: Rakkarapakk

Helstu myndlistarsýningar:
Eden
Ófeigur
Hafnarborg
Alliance francaise Reykjavík
Borgarbókasafnið í Gröfinni
Korpúlfstaðir

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2