fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimÁ döfinniHeimshornaflakk með Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Heimshornaflakk með Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 14.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 14.

Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum. Farið verður á sannkallað heimshornaflakk; meðal annars verður staldrað við á Írlandi, Ísrael og Ítalíu. Auk annarra verka verða leikin Soferska eftir Bosníska tónskáldið Goran Bregovic, stef úr Paradísarbíóinu (Cinema Paradiso) eftir Ennio Morricone og syrpa af lögum eftir Benny Goodman. Góð­kunningjar Lúðrasveitarinnar, John Philip Sousa og Philip Sparke verða heldur ekki langt undan.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

já nánar á ludrasveit.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2