Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 14.
Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum. Farið verður á sannkallað heimshornaflakk; meðal annars verður staldrað við á Írlandi, Ísrael og Ítalíu. Auk annarra verka verða leikin Soferska eftir Bosníska tónskáldið Goran Bregovic, stef úr Paradísarbíóinu (Cinema Paradiso) eftir Ennio Morricone og syrpa af lögum eftir Benny Goodman. Góðkunningjar Lúðrasveitarinnar, John Philip Sousa og Philip Sparke verða heldur ekki langt undan.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
já nánar á ludrasveit.is