fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinniGengið úr Hafnarfirði til messu í Garðakirkju

Gengið úr Hafnarfirði til messu í Garðakirkju

Á sunndudaginn verður gengið til messu í Garðakirkju. Mun Egill Friðleifsson leiða gönguna og eflaust segja frá ýmsu fróðlegu á leiðinni en Hafnfirðingar gengu til kirkju í Garðakirkju sem var þjóðkirkja Hafnfirðinga til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var tekin í notkun. Var þá farinn Kirkjuvegur og Garðavegur.

Þau sem ganga mæta kl. 10 við Hafnarfjarðarkirkju en messann hefst svo kl. 11 í Garðakirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Ástvaldur Traustason leikur á orgel og leiðir fjöldasöng með harmónikkuundirleik á eftir.

Messan er hluti af samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði, undir heitinu Sumarmessur í Garðakirkju.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2