Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og verður Garðfuglahelgin að þessu sinns 26.-29. janúar.
Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir þessa helgi.
- Skrá hvaða fugla viðkomandi sér
- Skrá mesta fjölda af hverri tegund
- Ath. að aðeins á að skrá þá fugla sem eru í garðinum, en ekki þá sem fljúga yfir.
Minnt er á að fólk þarf ekki endilega að eiga garð til að gefa og telja fugla í heldur er hægt að koma sér fyrir í almenningsgarði og þar er hægt að vera í fuglaskoðun og telja fugla.
Skráning niðurstaðna
Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.
Garðfuglahelgin janúar 2024 rafræn skráning athuguna.
Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði:
Garðfuglahelgin – eyðublað.pdf
Garðfuglahelgin – eyðublað.docx
Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.
Skilafrestur er til og með 15. febrúar 2024
Nánari upplýsingar má finna hér.