Þriðjudagur, janúar 13, 2026
HeimFréttirPólitíkEinar Páll Mathiesen gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Einar Páll Mathiesen gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Einar Páll Mathiesen hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

„Ég er 27 ára og uppalinn í Hafnfirði með sterk tengsl við bæinn. Ég gekk í Áslands- og Flensborgarskóla. Æfði handbolta og fótbolta með Haukum og var í Kór Flensborgarskólans.

Ég nam hagfræði við Háskóla Íslands og starfaði samhliða námi á leikskólanum Tjarnarás í Hafnarfirði, auk sumarstarfa hjá Landsbankanum. Að námi loknu hóf ég störf hjá &Pálsson sem sinna fjármála- og rekstrarráðgjöf þar sem ég starfa í dag. Haustið 2023 flutti ég til Stokkhólms og hóf nám í Stockholms universitet þaðan sem ég útskrifaðist með meistaragráðu í Banking & Finance árið 2025.

Eftir útskrift fluttist ég heim og hef ásamt kærustu minni Freyju Húnfjörð stofnað til fjölskyldu með fæðingu frumburðar okkar, Jóseps Óttars, og sest að í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Hér í Hafnarfirði munum við ala upp börnin okkar og byggja framtíðina. Ég vil taka þátt í því að móta okkar nærsamfélag og tryggja að Hafnarfjörður verði áfram góður staður fyrir börn til að alast upp, líkt og þegar ég ólst upp.

Mér er annt um Hafnarfjörð og bíð mig fram af ástríðu fyrir bænum og einlægum vilja til að láta gott af mér leiða fyrir Hafnarfjörð. Heiðarleiki, hreinskilni og ábyrgð eru gildi sem ég legg áherslu á og tel mikilvægt að séu höfð að leiðarljósi. Ég legg einnig áherslu á að ákvarðanir séu teknar af skynsemi með langtímahagsmuni og sjálfbærni í huga en heilbrigð fjárhagsmál er grundvöllur árangurs til lengri tíma.

Á þessum forsendum, gildum og sjónarmiðum býð ég mig fram í baráttusæti,“ segir Einar Páll í tilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2