Mánudagur, nóvember 24, 2025
HeimFréttirPólitíkHverjir bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði?

Hverjir bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði?

Kosið verður til sveitarstjórna 16. maí 2026.

Í Hafnarfirði verður kosið um 11 bæjarfulltrúa en til að veita ákveðnum frambjóðandi atkvæði sitt þarf að kjósa þann framboðslista sem hann er á.

Í síðustu kosningum voru niðurstöður eftirfarandi

  • Sjálfstæðisflokkur stærstur með 30,7% atkvæði og 4 bæjarfulltrúa
  • Samfylkingin næst stærst með 29% atkvæða og 4 bæjarfulltrúa
  • Framsókn var með 13,7% atkvæða og 2 bæjarfulltrúa
  • Viðreisn var með 9,1% atkvæða og 1 bæjarfulltrúa

Bæjarlistinn, Miðflokkurinn, Píratar og Vinstri græn náðu ekki inn bæjarfulltrúa en Píratar vor næst því með 6,1% atkvæða en svo komu Vinstri græn og Bæjarlistinn með 4,3% og Miðflokkurinn rak lestina með 2,8% greiddra atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn með prófkjör um sex efstu

Sjálfstæðisflokkurinn verður með prófkjör 7. febrúar nk. þar sem kosið verður um sex efstu sætin. Að prófkjöri loknu mun kjörnefnd taka til starfa sem mun koma með tillögu að röðun listans sem svo verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar.

Viðreisn með prófkjör um tvö efstu sætin

Prófkjör um efstu tvö sæti lista Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Hafnarfirði verður haldið 17. janúar.

Kosningaráð og uppstillinganefnd starfar hjá VG

VG mun bjóða fram lista í sveitastjórnarkosningunum. Verður skipað kosningaráð og uppstillingarnefnd sem tekur til starfa á næstu vikum.

Uppstillinganefnd ákveður lista hjá Framsókn

Uppstillinganefnd mun sjá um val á lista hjá Framsókn í Hafnarfirði.

Miðflokkurinn með uppstillingu

Stjórn Hafnarfjarðardeildar Miðflokksins hefur á fundi sínum ákveðið að standa fyrir uppstillingu á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.

Samfylkingin hefur ekki ákveðið hvernig raðað á lista

Ekki enn hefur verið tekin ákvörðun hjá Samfylkingunni um það hvernig raðað verði á lista en sú ákvörðun mun liggja fyrir í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta, skv. upplýsingum frá flokknum.

Hvað með Bæjarlistann og Pírata?

Ekki hefur borist svar frá Pírötum um þeirra áform og efsti maður á lista Bæjarlistans gekk til liðs við Samfylkinguna og því óljóst með framboð undir þessum merkjum.

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2