Föstudagur, nóvember 14, 2025
target="_blank"
HeimUmræðanVertu með í að skapa enn betra samfélag

Vertu með í að skapa enn betra samfélag

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Það er kominn kosningavetur og flokkar farnir að gíra sig upp fyrir sveitastjórnarkosningarnar 16. maí næstkomandi. Við í Viðreisn erum þar engin undantekning og við erum byrjuð að undirbúa okkur fyrir þessa miklu lýðræðishátíð, þar sem hin raunverulegu völd færast í hendur kjósenda.

Við í Viðreisn í Hafnarfirði erum á fullu við undirbúning og höfum hafið vinnu við stefnumótun og málefna­áherslur. Það er ánægjulegt að finna fyrir auknum áhuga fólks á Viðreisn og það gleður mig sem oddvita að sjá góða fylgisaukningu í skoðanakönnunum en ekki síður að sjá fjölda nýrra meðlima og þátttakenda í starfinu.

Ég vil því bjóða þér lesandi góður að taka þátt við að móta okkar góða sam­félag og mæta á málefnafundi og hafa áhrif. Samtakamátturinn er það sem gildir og við tökum vel á móti þér.

Ef þú ert frjálslynd miðju/hægri manneskja sem aðhyllist persónufrelsi, athafnafrelsi, valfrelsi í þjónustu og vilt opið og nútímalegt samfélag þá áttu heima í Viðreisn.

Ef þú aðhyllist stöðugleika í efnahags og fjármálum, trausta fjármálastjórn, langtímahugsun og aukna samvinnu sveitar­félaga, þá er Viðreisn þinn flokkur.

Ef þú vilt sjá almannahagsmuni fram­ar sérhagsmunum þá er Viðreisn þitt pólitíska heimili.
Við tökum vel á móti þér og viljum heyra í þér. Í stjórnmálum skiptir öllu máli að hlusta. Hægt er að fylgjast með okkur á facebook og instagram. Það má líka hafa samband við okkur sem höfum valist til forystu í flokknum.

Í janúar verður kosið um efstu tvö sætin í prófkjöri og í kjölfarið verður stillt upp sigurstranglegum lista. Viðreisn mun mæta vel mönnuð til kosninga, með skýra sýn. Vertu með og hafðu áhrif.

Jón Ingi Hákonarson
oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2