Laugardagur, júlí 12, 2025
HeimÁ döfinniSunna Gunnlaugs og Marína Ósk með tónleika í Fríkirkjunni

Sunna Gunnlaugs og Marína Ósk með tónleika í Fríkirkjunni

Sunna Gunnlaugs og Marína Ósk verða með tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 13. júlí.

Yfirskriftin er „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“ en það er titillinn á albúmi sem kom út á síðasta ári.

Albúmið var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Marína var valin söngkona ársins í jazzflokki.

Á albúminu eru 7 lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör. Sunna valdi ljóð Jóns sem fjalla um bjartsýnina sem fylgir vorinu, ástina og jú blaðrið í fólkinu. Kvartettinn kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra og fékk glimrandi umfjöllun frá gagnrýnendum. Kevin Whitlock frá breska tímaritinu Jazzwise sagði Sunnu án efa meðal bestu píanó-tónskálda á jazzsenunni í dag. Jónas Sen fjallaði um tónleikana á Jazzhátíð og lýsti tónlistinni sem „gamaldags –  í góðum skilningi“, og töfrandi, ísmeygilega fagurri og sérlega grípandi.

Albúmið hefur líka fengið hlýjar viðtökur út í heimi að sögn aðstandenda og var valið albúm vikunnar hjá Þýsku útvarpsstöðinni WDR3, var valið af gagnrýnendum á Europe Jazz Media Chart sem er listi yfir áhugaverð albúm í Evrópu og í nýjasta hefti tímaritsins Jazzthetik er opnuviðtal við Sunnu um verkefnið.

„Þetta er ekta tónlist til að njóta á sumarkvöldi, latínskotin og hugljúf“.

Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur, Sunna leikur á píanó, Snorri Skúlason á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Þess má geta að einungis eitt lag af albúminu er að finna á streymisveitum en hlusta má á albúmið í heild á bandcamp síðu Sunnu  þar sem einnig má finna upplýsingar um miðasölu.

Tónleikarnir hefjast kl 20 þann 13. júlí.

Viðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2