Laugardagur, júlí 12, 2025
HeimÁ döfinniVortónleikar Gaflarakórsins og söngur í Hörpuhorni

Vortónleikar Gaflarakórsins og söngur í Hörpuhorni

„Heyr mitt lag“ er yfirskrift vortónleika Gaflarakórsins og Sandvika Koret sem verða í Víðistaðakirkju á morgun, laugardag kl. 16.

Gaflarakórinn er í sumarskapi þessa dagana. Kórinn tók þátt í kóramóti í Mosfellsbænum þar sem 4 aðrir kórar eldri borgara héldu árlegt kóramót. Í síðustu viku fóru kórfélagar í heimsókn á Sólvang, Hrafnistu og í Drafnarhúsið og sungu fyrir viðstadda.

Um helgina fær kórinn góða heimsókn. Sandvika Koret, kór eldri borgara rá Sandvika í útjaðri Osló kemur og verður með á vortónleikum kórsins í Víðistaðakirkju 24. maí. Stjórnandi kórsins Rebekka Ingibjartsdóttir á ættir að rekja til Hafnarfjarðar en hún er menntuð stjórnandi og söngkona auk þess að leika á fiðlu.

Kórstjóri Gaflarakórsins er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir tónmenntakennari og tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðastliðin 44 ár. Meðleikari á tónleikunum verður Helgi Már Hannesson.

Kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og síðan tvö lög saman, annað á norsku og hitt á íslensku.

Sungið í Hörpuhorni

Á sunnudag verður förinni heitið í höfuðborgina þar sem kórinn mun syngja í Hörpuhorninu kl. 15.30. Dagskrá þar hefst klukkan 14 og má sjá hana hér.

Starfsárinu lýkur svo með vorferð um Suðurland og messu á uppstigningardag kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju.

Starf kórsins hefst að nýju fyrstu viku í september og þar eru nýir söngfélagar velkomnir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2