
Hafnfirðingarnir Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir blaðamaður hafa gefið út bókina Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu.
Bókin er stútfull af gagnlegum upplýsingum það þegar barnið kemur í heiminn, brjóstagjöf, grátur, meltingu, líðan móður, veikindi barns og allt það sem er mikilvægt að vita um fyrstu mánuðina í lífi barnsins.
Sylvía Rut tók saman öll bestu ráð Önnu í eina bók svo þau gagnist sem flestum en höfundarnir kynntust þegar Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar.
Anna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1983 og ljósmóðir 1994 og hefur unnið á barnadeild, í heilsugæslu, í ung- og smábarnavernd og á bráðamóttöku og því gríðarlega reynslumikil.
Bókin er skreytt með fallegum teikningum Estherar Viktoríu Ragnarsdóttur og Ara Arnaldssonar.