fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimUmræðanTómar stundir eru ekki tómstundir

Tómar stundir eru ekki tómstundir

Árni Guðmundsson skrifar

Fyrir skömmu kom fram í fréttum að Hafnarfjarðarbær hafi fyrst sveitafélaga ráðist í verkefni sem miðar að því að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins með það að markmiði m.a. að fjölga fagfólki í leikskólum og auka sveigjanleika.

Í frétt Mbl. frá 9. febrúar segir:  „Þetta þýðir að starfsfólkið mun taka út fulla vinnutímastyttingu í kringum hátíðir, vetrarfrí og með lengra fríi á sumrin. Samhliða er unnið að endurskipulagningu á starfsári leikskólanna með það fyrir augum að færa skipulagið nær skipulagi grunnskólastarfsins með virku og faglegu námi stóran hluta ársins og faglegu tómstunda- og frístundastarfi.“

Þetta vekur nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi hvernig þetta „fyrirkomulag“ um „faglegt tómstunda- og frítímastarf“ ratar inn í samning eða samkomulag hjá leikskólakennurum?

Það liggur algerlega ljóst fyrir að slíku verður ekki að skipta, starfið mun hvíla á starfsfólki, leiðbenendum, sem hvorki hafa menntun í leikskólafræðum eða á sviði tómstunda og félagsmálafræða og þar af leiðandi ekkert faglegt við það. Markmiðið virðist því fyrst og fremst vera að brúa það bil, fylla í skörðin, sem myndast vegna vinnutímabreytinga leikskólakennara. Verður í raun einhverskonar geymsla, tómar stundir, stundir án innihalds. Okkur sem tilheyrum tómstunda- og félagsmálafræðunum þykir miður að sjá þau neikvæðu viðhorf til okkar fag- og fræðavettvangs sem endurspeglast í þessum samningi eða samkomulagi.

Í öðru lagi  má velta fyrir sér hvort  leikskólinn, leikskólakennarar, séu hægt og sígandi að hverfa frá leikskólafræðum, sérkennileika sínum, og gerst hefðbundnir grunnskólakennarar?

Margþætt og flókið samfélag þarf fjölþætta nálgun og aðferðir þegar að uppeldi æskunnar er annars vegar. Í þeim efnum er leikskólinn ákaflega mikilvægur hlekkur. Er því ekki bara best greiða leikskólakennurum betri laun þannig að þeir geti haldið áfram að vinna frábært og mikilvægt starf sitt á forsendum sinna fræða?

Í lokin þá vill ég benda á góða grein Heiðrúnar Janusardóttur um þetta málefni á fritiminn.is

Árni Guðmundsson
Tómstunda- og félagsmálfræðibraut
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2