fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkÞað verður gengið í verkin!

Það verður gengið í verkin!

Guðmundur Árni Stefánsson

Það þarf að taka til hendinni í Hafnar­firði í fjölmörgum málaflokkum. Sum mikilvæg verkefni hafa verið látin reka á reiðanum og ekki tekist að fá farsæla niður­stöðu í þau. Við jafnaðarmenn mun­um ganga í verkin að aflokn­um kosningum 14. maí næst­komandi, fáum við góðan stuðning frá bæjarbúum. Við erum reiðubúin til að taka við stjórn bæjarins.
Þrjú dæmi um verkefni sem Sam­fylkingin í góðu samstarfi við bæj­ar­­búa og aðra mun taka á og leysa.

Átak í íbúðamálum

Við ætlum að sjá umtalsverða fólks­fjölgun í Hafnarfirði á komandi kjör­tíma­bili, verður mikill fjöldi íbúðalóða á boð­stólum fyrir einstaklinga, verktaka og hópa. Á fyrsta heila ári nýs meiri­hluta jafnaðarmanna og samstarfs­flokka, árið 2023, munum við sjá fólk­sfjölgun sem telur að lágmarki þúsund íbúa, sem er um 3% aukning íbúa.

Íbúðaformið verður fjölbreytt, einbýli og fjölbýli og allt þar í milli. Við ætlum að tryggja stóraukningu í valkostum varðandi félagslegt íbúðaform, sem ekki síst hentar ungu fólki. Búseti, hlutdeildar­íbúðir, Bjarg og önnur óhagnaðardrifin samtök fá nauð­syn­legan stuðning Hafn­ar­fjarðar­bæjar til þeirrar upp­byggingar. Við munum að minnsta kosti tvöfalda kaup bæj­arins á félags­legum íbúðum fyrir tekju­lægri og í brýnni þörf.

Bláfjalla- og Flóttamanna­vegur

Tvö stórmál í samgöngu­málum, sem hafa verið í óvissu og þarf að taka á hið fyrsta.
Við munum opna á nýjan leik Blá­fjallaveg og knýja á um nauð­synlegar endur­bætur á honum af hálfu veg­hald­arans, Vegagerðar ríkisins.

Við munum ekki undir nokkrum kringum­stæðum sættast á lokun Flótta­mannavegar af hálfu meirihluta sjálf­stæðis­­manna í Garðabæ, eins og þeir hafa hótað. Heldur skal endur­vakin vinna við mótun og gerð raun­verulegs Ofanbyggðarvegar austan og ofan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu. Það mun létta til muna á umferð á Reykja­nesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Ofanbyggð­arvegur hefur verið á dagskrá áratugum saman. Nú er nauð­synlegt að sjá þau áform raungerast.

Þetta eru aðeins sýnishorn af raun­verulegum verkefnum sem þarf að fara í með festu og ákveðni á nýju kjör­tímabili.

Við jafnaðarmenn erum til í þau verk.

Guðmundur Árni Stefánsson,
oddviti Samfylkingar­innar, jafnaðarmannaflokks Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2