fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimUmræðanFyrsti dagur hörpu – Sumri fagnað

Fyrsti dagur hörpu – Sumri fagnað

Helstu æskuminningar mínar sem fylgja sumardeginum fyrsta  eru skrúðgangan sem skátarnir leiddu, lúðrasveitin og skátamessa og svo var mamma yfirleitt með vöfflur með sultu og  rjóma í tilefni dagsins.  Veðrið var ekki alltaf neitt sérstakt enda maí ekki kominn og einstök bjartsýni að reikna með mikilli blíðu á þessum degi sem samkvæmt gamla tímatalinu er fyrsti dagur hörpu.

Bjartir dagar og gönguferðir

Þessi einstaka bjartsýni hefur löngum fleytt okkur yfir erfiða tíma og núna þegar við erum búin að glíma við Covid í rúmlega eitt ár þá er gott að það hafa bjartsýni í farteskinu.  Og muna að þrátt fyrir ýmsar takmarkanir þá erum við heppin að geta notið útiveru óhindrað og þá kemur sér vel að búa í besta bænum þar sem víða er að finna skemmtilegar gönguleiðir og garða innanbæjar og svo alls konar stíga í upplandi bæjarins.  Ásókn í útiveru í upplandinu hefur aukist mikið á síðustu árum og nú er unnið að því að bæta þjónustu til þess að koma til móts við þá fjölmörgu sem leggja þangað leið sína.  Strandstígurinn er  líka ákaflega vinsæl gönguleið og í sumar verður Norðurbakkinn tekinn í gegn og fær nýtt yfirbragð. Á heimasíðu bæjarins eru kort af öllum opnum leiksvæðum sem eru fjölmörg og göngu- og hjólaleiðum í bæjarlandinu.  Næstu daga verða svo Bjartir dagar í Hafnarfirði og á heimasíðu bæjarins er að finna dagskrá með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Miðað við nýjustu fréttir af Covid erum við að nálgast lokasprettinn í baráttunni við veiruna og ef bólusetningaráform ganga eftir þá getum við hlakkað til þess að eiga hér gott sumar án takmarkana og það er eitthvað sem við getum sannarlega öll hlakkað til.

Gleðilegt sumar kæru Hafnfirðingar

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2