fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimUmræðanFrístundastyrk líka fyrir fimm ára og yngri!

Frístundastyrk líka fyrir fimm ára og yngri!

Björn Páll Fálki Valsson skrifar

Já, yngstu börnin okkar stunda líka íþróttir og mörg þeirra byrja í ungbarnasundi með foreldrum sínum. Af hverju fá þau ekki líka frístundastyrk?

Við í M-listanum leggjum til að öll börn fái frístundastyrk frá fæðingu til 18 ára aldurs frá og með 1. janúar 2022.

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna.

Við erum svo lánsöm hér í Hafnarfirði að eiga öll þessi frábæru íþróttafélög og kennara sem bjóða upp á námskeið og æfingar fyrir börn frá 3 mánaða aldri.

Við erum til taks fyrir þig kæri kjósandi, settu X við M á kjördag.

Björn Páll Fálki Valsson.
skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2