fbpx
Fimmtudagur, apríl 25, 2024
HeimUmræðanHægjum á okkur í heilsubænum

Hægjum á okkur í heilsubænum

Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar

Hvert erum við að flýta okkur? Flestar vegalengdir í Hafnarfirði eru 3 kílómetra eða minna. Meðal gönguhraði er 4 kílómetri á klukkustund. Rannsóknir sýna að 30 mínútna ganga á dag dregur úr og minnkar líkur á lífsstílssjúkdómum sem eru ógn við heilsu okkar og kostar heilbrigðiskerfið mikið fé. Þær sýna að hreyfing dregur úr þunglyndi og kvíða auk þess að hafa góð áhrif á líkamalega heilsu. Hreyfing eykur vellíðan og stuðlar þannig að meiri hamingju okkar. Er ekki allt til þess að vinna að auka þessa þætti? Flest okkar eru svo heppin að geta hreyft sig. Það gerum við einfaldlega með því að reima á okkur skóna og fara út að ganga. Það er æðisleg tilfinning að fara út fyrir þægindaramman og sigrast á hindrunum. Ég hvet alla sem það geta að setja sér það markmið, að ef vegalengdin er minna en einn kílómetri að skilja þá bílinn eftir heima og ganga, t.d. á laugardagsmorgni í bakaríið. Þá sláum við margar flugur í einu höggi. Bætum heilsuna, minnkum mengun og aukum við iðandi mannlíf á götunum í bænum okkar.

Það sem er einfalt virkar yfirleitt best. Til að breyta um lífsstíl og bæta heilsuna er oft best að taka lítil skref í einu og gera þau að venju. Ég get fullyrt það að setja daglega göngu inn í lífsstíllinn skilar sér margfalt til baka og yfirleitt er ekkert að veðrinu þegar við erum komin út í viðeigandi fatnað. Að heyra í fuglunum og finna ilminn af trjánum eftir rigningaskúr og sýna sig og sjá aðra eru þættir sem auka vellíðan og hamingju.

Hugsið ykkur hvað verður gaman á götum bæjarins þegar þær munu iða af mannlífi.

Jóhanna Marín Jónsdóttir
skipar 13. sæti á lista VG í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2