fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimKynningM Design er nýtt nafn á glæsilegri verslun í Firði

M Design er nýtt nafn á glæsilegri verslun í Firði

Reykjavík Design og Mini Mi sameinuðust og hafa nú fengið nýtt nafn

Hönnunarverslunin Reykjavík Design og barnavöruverslunin Mini Mi sem sameinuðust í apríl sl. í 300 fermetra glæsilegu verslunarrými á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði hafa nú fengið nýtt nafn, M Design.

Vöruúrvalið er mikið, barnavörur, hönnunarvörur, gjafavörur, húsgögn, ljós og fl. og verslunin hreint augna­konfekt.

Verslun M Design er á 2. hæð í Firði

Veróníka Von Harðardóttir, einn eigenda M Design segir verslunina hafa fengið mjög góðar móttökur. Junama barnavagnarnir og bílstólarnir hafi t.d. sannað sig enda komi þeir fullbúnir öllum nauðsynlegum aukahlutum og ýmsum þægindum.

M Design er lífsstíls- og hönnunar­verslun sem selur fallegar vörur fyrir heimilið og margvíslegar gjafavörur. Þar finnur þú allt milli himins og jarðar til að fegra heimilið og einnig ýmislegt glæsilegt til að gefa þeim sem eiga allt.

Ýmsar glæsilegar vörur má nú fá á góðu tilboði en með haustinu er von á mikið af nýjum vörum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2