Sylvía Rún valin í úrvalslið B-deildar Evrópumóts undir 18 ára í körfubolta

Haukastúlkan stendur sig vel með körfuboltalandsliði

Sylvía Rún í fimm manna úrvalsliðinu, önnur frá hægri. Mynd: FIFA Europe

Hafnfirska landsliðskonan úr Haukum, Sylvía Rún Hálfdanardóttir (17) var valin í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópumóts undir 18 ára landsliða í körfubolta sem lauk í gær í Sarajevo í Bosníu.

Íslenska liðið náði sínum besta árangri, 4. sæti eftir að hafa tapað á dramatískan hátt gegn Grikklandi í fjögurra liða úrslitum og sían fyrir Bosníu um 3 sætið.

Sylvía átti frábæra leiki með Íslandi em endaði í 4. sæti sem er besti árangur liðsins í þessum aldursflokki. Íslensku stelpurnar töpuðu fyrir Bosníu í leiknum um 3. sætið í gær.

Sylvía lék mjög vel með íslensk aliðinu, skoraði 16,7 stig að meðaltali í leik, átti 10,7 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta. Skoraði hún mest 28 stig í einum leik. og endaði í 6. sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins.

Svíþjóð sigraði á mótinu og fara upp í A-deild ásamt Grikklandi og Bosníu.

 

Ummæli

Ummæli