fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimÍþróttirSundJóhanna Elín og Anton Sveinn unnu bestu afrekin á ÍM25 í sundi

Jóhanna Elín og Anton Sveinn unnu bestu afrekin á ÍM25 í sundi

Sundfólk SH vann 33 titla af 46

Hátíð persónulegra bestu tíma, titla, meta, verðlauna og lágmarka fór fram um síðustu helgi í Ásvallalaug á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug þar sem sundfólk SH vann 33 titla af 46 og fékk 14 silfurverðlaun og 17 brons. Þa unnu sveitir SH öll tíu boðsundin.

Bestu afrek karla á mótinu vann Anton Sveinn McKee fyrir 200 m bringusund og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir vann besta afrek kvenna fyrir 100 m skriðsund.

Anton Sveinn McKee og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

Þrjú Íslandsmet voru sett á mótinu

Karlasveit SH setti Íslandsmet í 4×200 m skriðsundi en sveitin bætti met ÍRB frá árinu 2014 um tæpar þrjár sekúndur. Það voru þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Magnús Víðir Jónsson sem syntu í boðsundinu.

Kvennasveit SH setti Íslandsmet í 4x 100 m skriðsundi og bætti met frá árinu 2019. Í boðsundssveitinni voru þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Birgitta Ingólfsdóttir, Vala Dís Cicero og Katja Lilja Andriysdóttir.

Íslandsmethafar SH í 4x 100 m skriðsundi

Karlasveit SH setti Íslandsmet í 4×100 m fjórsundi. Sveitina skipuðu þeir Bergur Fáfnir Bjarnason, Birnir Freyr Hálfdánarson, Snorri Dagur Einarsson og Símon Elías Statkevicius.

Sveit SH sem setti Íslandsmet í 4x 100 m fjórsundi

Birnir Freyr Hálfdánarson setti unglingamet í 200 m fjórsundi og náði um leið lágmarki fyrir EM25.

Birnir Freyr Hálfdánarson

Sjö aldursflokkamet voru sett um helgina, Vala Dís Cicero setti fimm aldursflokkamet, tvö í 50 m, eitt í 100 m skriðsundi, eitt í 100 m fjórsundi og eitt í 100 m flugsundi.

Magnús Víðir Jónsson setti met í 100 m og 200 m skriðsundi.

15 Íslandsmeistarar SH

 • 8 titlar – Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (50+100 m skrið, 50+100 m flug, 4 boðsund)
 • 8 titlar – Símon Elías Statkevicius (50+100 m skrið, 50m flug, 5 boðsund)
 • 6 titlar – Birgitta Ingólfsdóttir (50 og 100 m bringa, 4 boðsund)
 • 6 titlar – Birnir Freyr Hálfdánarsson (200 m fjórsund, 5 boðsund)
 • 6 titlar – Vala Dís Cicero (200 m skrið, 5 boðsund)
 • 5 titlar – Katja Lilja Andriysdóttir (400+800+1500 m skrið, 2 boðsund)
 • 5 titlar – Veigar Hrafn Sigþórsson (200+400 m skrið, 3 boðsund)
 • 5 titlar – Bergur Fáfnir Bjarnason (200 m flugsund, 4 boðsund)
 • 3 titlar – Anton Sveinn McKee (50, 100 og 200 m bringa)
 • 3 titlar – Snorri Dagur Einarsson (3 boðsund)
 • 2 titlar – Hólmar Grétarsson (400 m fjór, 1500 m skrið)
 • 2 titlar – Magnús Víðir Jónsson (2 boðsund)
 • 1 titlar – Bartosz Henke (800 m skriðsund)
 • 1 titlar – Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir (boðsund)
 • 1 titlar – María Skorastein Sigurðardóttir (boðsund)

Fjórir SH sundmenn komust á EM í Rúmeníu í desember:

 • Anton Sveinn McKee
 • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
 • Snorri Dagur Einarsson
 • Birnir Freyr Hálfdánarsson
EM farar SH ásamt sundmanni úr ÍA og fulltrúa Sundsambands Íslands.

Níu sundmenn komust á Norðurlandameistaramótið í Eistlandi í desember:

 • Katja Lilja Andriysdóttir
 • Vala Dís Cicero
 • Aron Bjarki Pétursson
 • Hólmar Grétarsson
 • Birgitta Ingólfsdóttir
 • Bergur Fáfnir Bjarnason
 • Símon Elías Statkevicius
 • Veigar Hrafn Sigþórsson
 • Magnús Víðir Jónsson

Átta Íslandsmeistarar unglinga úr SH

 • 3 – Katja Lilja Andriysdóttir (400, 800 og 1500 m skrið)
 • 3 – Birnir Freyr Hálfdánarsson (50+100 m flug, 200 m fjórsund)
 • 2 – Birgitta Ingólfsdóttir (50+100 m bringa)
 • 2 – Hólmar Grétarsson (400 m fjór, 1500 m skrið)
 • 2 – Vala Dís Cicero (100+200 m skrið)
 • 2 – Veigar Hrafn Sigþórsson (200+400 m skrið)
 • 1 – Bartosz Henke (800 m skrið)
 • 1 – Bergur Fáfnir Bjarnason (200 m flug)

Þessir sundmenn unnu silfur og brons:

Adam Leó Tómasson, Andri Már Kristjánsson, Aron Bjarki Pétursson, Bartosz Henke, Bergur Fáfnir Bjarnason, Birnir Freyr Hálfdánarsson, Björn Yngvi Guðmundsson, Daníel Lúkas Tómasson, Hólmar Grétarsson, Karl Björnsson, Katja Lilja Andriysdóttir, Magnús Víðir Jónsson, Róbert Ísak Jónsson, Snorri Dagur Einarsson, Símon Elías Statkevicius, Vala Dís Cicero, Veigar Hrafn Sigþórsson.

137 verðlaunapeningar til SH-inga

Alls voru veittir 137 verðlaunapeningar til sundmanna SH, mjög velkomin aukaþyngd á heimleiðinni að sögn sumra. Má þar nefna að Vala Dís fékk 17 verðlaunapeninga, Birnir Freyr fékk 14 og Veigar Hrafn fékk 12.

Sundmenn SH náðu einnig frábært árangi í úrslitum þó þeir næðu ekki á pall

Katrín Ósk Aðalsteinsdóttir, Arnar Logi Ægisson, Daði Björnsson, Maja Lind Cicero, Arnór Egill Einarsson, Helga Sigurlaug Helgadóttir,Nicole Jóna Jóhannsdóttir, Andri Ólafsson, Már Óskar Þorsteinsson, Matthías Máni Waagfjörð.

Bættu bestu tíma sína

Daði Þór Friðriksson,Hildur Erla Hákonardóttir, Elsa Diljá Lunddal Rúnarsdóttir, Rebekka Rún Magnúsdóttir, Ema Austa Ptratusyté, Matthilsur María Ríkharðsdóttir, Valdís Rós Þorsteinsdóttir.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2