Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet var haldið á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi 13. – 14. ágúst sl.
María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð Íslandsmeistari varð Íslandsmeistari í kvennaflokki, Helga Jóhannsdóttir úr sama félagi varð önnur, en hún jafnaði eigið Íslandsmet í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði svo Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar.
Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari unglinga.
Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands, en sveitir Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar hlutu annað og þriðja sætið.
Frá þessu er greint á vef Skotíþróttasambands Íslands.
Nánar á úrslitasíðu STÍ