Á síðasta ári tóku tveir keppendur frá Íslandi þátt í Evrópumóti í Sambo og í næstu viku kepppir, 22 ára Hafnfirðingur, Máni Hrafn Stefánsson í Novisad í Serbíu í Evrópukeppni.
Máni keppir fyrir hönd Íslands í annað sinn en á síðasta ári tók hann þátt í Evrópumóti í Grikklandi.
Þjálfari Sambo er Aleksandr Stoljarov, sem er fæddur í Krasnodar Rússlandi og stundaði æfingar, keppni og þjáfun í Sambo á sínum yngri árum. Aleksandr er með alþjóðleg þjálfararéttindi í Sambo.
Sambo er nýleg íþrótt á Íslandi, sjálfsvarnar og bardagaíþrótt sem er stunduð í næstum 200 löndum og Olympíugrein frá árinu 2021.
Sambo 80 er íþróttafélag innan ÍBH í Hafnarfirði og aðili að ÍSÍ í gegnum Sambo Ísland sem er svo með aðild að Evrópusamtökum Sambo.
Sambo 80 hóf starfsemi í Hafnarfirði fyrir tveimur árum og er með æfingar fyrir öll kyn og aldurshópa.
