fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimÍþróttirHandboltiÁgúst Elí fer frá Svíþjóð til Kolding í Danmörku

Ágúst Elí fer frá Svíþjóð til Kolding í Danmörku

Hafnfirski landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson (24) hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding.

„Með þessari viðbót fáum við ungan markmann sem þegar hefur reynslu af Meistaradeild Evrópu. Hann hefur mikla burði til að verða enn betri og er þegar úrvalsmarkmaður. Við hlökkum til að fylgjast með honum vaxa áfram sem markmaður hjá KIF,“ segir Chistian Phillip framkvæmdastjóri hjá KIF Kolding.

„Ég hlakka mikið til nýrra áskorana með KIF Kolding, félagi með langa og flotta sögu. Ég tel það að fara í dönsku úrvalsdeildina og KIF sé alveg rétt skref fyrir mig og minn feril og áframhaldandi bæringar,“ segir Ágúst Elí á heimasíðu KIF Kolding.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2