Þórdís Eva Íslandsmeistari í sjöþraut

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH - Ljósmynd: FRÍ

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Kaplakrika um síðustu helgi. Íslandsmeistari í tugþraut varð Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR og í sjöþraut var Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, Íslandsdmeistari.

Þórdís Eva Steinsdóttir (20) keppti í sinni fyrsti sjöþraut um helgina og fékk hún 4718 stig.

Hún sigraði í fimm greinum og var stigahæsta greininn hennar 200 metra hlaup. Þar hljóp hún á 25,42 sekúndum og fékk 849 stig. Hún hljóp 800 m á 2:29,68 mín, stökk 1,65 m í hástökki, stökk 5,7 m í langstökki kastaði 33,26 í spjótkasti og bætti árangur sinn um 5,58 metra. Þá kastaði hún 8,35 m í kúluvarpi og hljóp 100 m grindarhlaup á 15,45 sek. en hún varð í öðru sæti í þessum tveimur greinum.

Benjamín Jóhann Johnsen (24)varði titill sinn frá því í fyrra. Hann fékk í heildina 6680 stig en hans besti árangur er 7146 stig. Benjamín sigraði í sjö greinum af tíu og stigahæsta greinin hans var 110 metra grindarhlaup þar sem hann kom í mark á 15,41 sekúndu og fékk 801 stig.

Benjamín Jóhann Johnsen. – Ljósmynd: FRÍ

Í tugþraut pilta 18-19 ára sigraði Dagur Fannar Einarsson, Selfoss, með 6769 stig.

Í tugþraug pilta 16-17 ára sigraði Birnir Vagn Finnsson, UFA, með 6255 stig.

Í tugþraut stjúlkna 16-17 ára sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir, Fjölni, 2960 stig.

Í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri fékk Markús Birgisson, Breiðabliki, 2561 stig.

Í fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri fékk Júlía Kristín Jóhannesdóttir, Breiðabliki, 3086 stig.

Hér má sjá öll úrslit mótsins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here