Mánudagur, nóvember 24, 2025
HeimFréttirPólitíkMiðflokkurinn ætlar að bjóða fram í Hafnarfirði

Miðflokkurinn ætlar að bjóða fram í Hafnarfirði

Stjórn Hafnarfjarðardeildar Miðflokksins hefur á fundi sínum ákveðið að standa fyrir uppstillingu á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.

Segir í tilkynningu að Miðflokkurinn eigi mikið erindi í sveitarstjórnarmálin í Hafnarfirði.

„Þetta er því kjörið tækifæri fyrir áhugasama Hafnfirðinga að taka þátt í að byggja upp öflugt og metnaðarfullt framboð og taka þátt í því að festa Miðflokkinn í sessi sem afl í sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Þeir sem vilja gefa kost á sér á lista eða leggja sitt af mörkum með öðrum hætti eru hvattir til að hafa samband á netfangið hafnarfjordur@midflokkurinn.is,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2