fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Stórleikur í bikarkeppninni kl. 18 á Kaplakrika

Sennilega voru flestir búnir að afskrifa FH í úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla enda gekk ekkert eða rak hjá liðinu og staðan var ekki glæsileg. En þar sem deildin er jöfn gátu tvær umferðir skipt máli og þannig komst FH upp í 3. sætið og á því möguleika á Evrópusæti.

Topplið KR ber höfuð og herðar yfir flest önnur lið en tapaði þó stórt fyrir HK í síðust umferð.

Eins og alltaf verða úrslit leiks ekki ráðin fyrr en í leikslok og ekki síst í bikarkeppninni.

FH tekur á móti KR á Kaplakrika í undanúrslitum bikarkeppninnar en sigurliðið mætir annað hvort Breiðabliki eða Víkingi R. en liðin leika á morgun.

Friðrik Dór og Jón Jónsson stjórna upphitun fyrir leikinn. Starfsfólk knattspyrnuskólans ætlar að grilla pylsur ofan í alla sem boðið verður uppá fyrir leik. Pallurinn opnar eins og alltaf klukkutíma fyrir leik og verður FH mafían spilar á pallinum fyrir leik. Ásamt því verða grillaðir FH – borgarar frá Kjötkompaníinu og kaldir drykkir.

Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta í Kaplakrika á eftir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar