Ari Gunnarsson er nýr þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta

Ari Gunnarsson nýr þjálfari körfuknattleikslið kvenna í Haukum

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna og mun hann stýra liðinu út leiktíðina og verður fyrsti leikurinn undir hans stjórn í kvöld er Haukar heimsækja Breiðablik.

„Við erum mjög ánægð að fá Ara til starfa hjá Haukum. Meistaraflokkur kvenna er í harðri baráttu að komast í úrslitakeppnina og bindum við miklar vonir við að reynsla og þekking Ara hjálpi liðinu að komast í hana,“ segir Bragi Magnússon formaður Körfuknattleiksdeildar  Hauka í tilkynningu

Ari er reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað víða m.a. lið Hamars, KR, Skallagrím og Vals í úrvalsdeild kvenna.

„Ég er ánægður að til mín sé leitað í þetta verkefni. Haukar er með gott lið og á að vera í úrslitakeppninni og vona ég að allir stefni þangað,“ sagði Ari.

Ari tekur við keflinu af  Ólöfu Helgu Páls­dótt­ur sem hef­ur verið þjálf­ari kvennaliðs fé­lags­ins á þess­ari leiktíð en var sagt upp störfum í lok febrúar.

Ummæli

Ummæli