Knattspyrnukonan Aldís Guðlaugsdóttir og Kolbein Höður Gunnarsson, frjálsíþróttamaður voru í dag, gamlársdag útnefnd afreksfólk FH 2023.
Aldís Guðlaugsdóttir átti frábært tímabil með FH-liðinu í sumar. Hún var lykilmaður í liði sem var nýliði í efstu deild og kom eins og stormsveipur inni í mótið og bætti stigamet FH í bestu deild kvenna. Aldís var verðlaunuð fyrir frábæran árangur með vali í A-landsliðið nú í haust ásamt því að vera valin í U-20 landsliðið fyrir umspilsleiki fyrir HM U-20 ára liða.
Kolbeinn Höður Gunnarsson var útnefndur afreksmaður frjálsíþróttadeildar FH fyrir 200 m hlaup innanhúss, en hann hljóp á 21,03 sek og setti Íslandsmet. Hann setti einnig Íslandsmet í 60 m hlaupi innanhúss 6,68 sek, 200 m hlaupi utanhúss 20,91 sek og jafnaði metið tvívegis í 100 m hlaupi með 10,51 sek. Þá var hann í sveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4 x 100 m boðhlaupi í Evrópubikarkeppninni sem fram fór í Póllandi í júní.
Kolbeinn varð Íslandsmeistari í 60 og 200 m hlaupi innanhúss og 100 m utanhúss. Sigraði 100 m í Bikarkeppni FRÍ þar sem hann var fyrirliði karlaliðsins. Þá varð Kolbeinn annar í 100 m á Norðurlandameistaramótinu er fram fór í Kaupmannahöfn í lok maí. Hljóp á 10,29 sek langt undir Íslandsmetinu en meðvindur var of mikill. Langbesta keppnisár Kolbeins hingað til sem er góð fyrirmynd og hefur m.a. þjálfað yngri flokkana við góðan orðstír