Vilja opna veg að Lónakoti og bjóða upp á sjóstangaveiði frá ströndinni

Bæjarráð hafnaði erindinu

Í fjörunni við Lónakot. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Áhugasamir hafnfirskir stangaveiðimenn, Samúel Vilberg Jónsson, Haukur Bachmann og Vilborg Reynisdóttir hafa óskað eftir því að bæjarstjórnr taki til skoðunar þann möguleika að opna veg niður að strönd við Lónakot sunnar Straumsvíkur. Vilja þeir að þannig verði fólki gert möguleg að stunda stangaveiði frá ströndinni þar sem aðdjúpt er og fiskur alveg uppi við land.

Vegurinn er í dag lokaður með keðju við Reykjanesbraut og aðeins vel akfær vegur að fjárhúsum, um 300 m leið.

Í áliti Sigurður Haraldssonar, sviðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ, segir að ef samþykkt yrði að opna veginn yrði gerð krafa um lagfæringu á núverandi slóða sem væri dýr framkvæmd. Þá segir hann enga aðstöðu verið við ströndina fyrir væntanlega gesti svæðisins.

Ekki er heldur talin æskilegt að leyfa vinstri beygju af slóðanum inn á Reykanesbraut en hún verður ekki möguleg þegar búið verður að tvöfalda Reykjanesbrautina.

Telur Sigurður ekki æskilegt að opna veginn frá Reykjanesbraut formleg fyrir væntanlega sjóstangaveiði frá strönd Lónakots. Með vísan til álit sviðsstjórans hafnaði bæjarráð erindinu.

Miklar minjar er að finna við Lónakot.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here