Það er oft fallegt við Hafnarfjarðarhöfn en höfnin er sérstaða bæjarins frá upphafi, enda kenndur við hana. Upphaflega var það eingöngu góð höfn frá náttúrunnar hendi en á síðustu öld var höfnin byggð upp og hafnarmannvirkjum fjölgaði hratt.
Meðfylgjandi myndir eru frá höfninni sem ljósmyndari blaðins tók auk mynda sem Hafnfirðingurinn Ríkharður Ríkharðsson tók en hann fer víða með myndavélina og árangurinn er glæsilegur. Nún beindi hann sjónum að manni á sæþotu sem lék sér í höfninni.