fbpx
Fimmtudagur, apríl 25, 2024
HeimFréttirVerksamningur undirritaður um byggingu reiðhallar fyrir Sörla

Verksamningur undirritaður um byggingu reiðhallar fyrir Sörla

Síðastliðinn þriðjudag var ritað undir verksamning milli Hafnarfjarðarbæjar, Eyktar og Sörla um byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Sörla.

Framkvæmdir eiga að hefjast í apríl 2023 og áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Áætlanir gera ráð fyrir því að reiðgólf hallarinnar verið tilbúið til notkunar í janúar 2024, þó áfram verði unnið í öðrum hlutum verksins.

Helga Ingólfsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir frá Hafnarfjarðarbæ, Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar og Atli Már Ingólfsson, formaður Sörla við undirskift samningins.

„Ný reiðhöll mun gjörbreyta öllu hjá félaginu okkar og vonandi líka fyrir mótahald innandyra á höfuðborgarsvæðinu því gert er ráð fyrir því að knapar geti hitað upp í gömlu höllinni og riðið síðan beint inn í nýju höllina til keppni og jafnvel leggja hesta á skeið frá gömlu reiðhöllinni um tengibygginguna inn í nýju reiðhöllina,“ segir í tilkynningu frá Sörla.

„Sörlastaðir og vallarsvæðið okkar er sérstakt á landsvísu og þekkja það allir sem hafa komið og fylgst með mótum og kynbótasýningum, hve gaman er að sitja þar í góðum félagsskap og fylgjast með frá 2. hæð núverandi hallar. Nýja byggingin mun færa okkur enn nær vellinum og stærri og fleiri gluggar munu enn auka á þennan frábæra möguleika. Hugmynd hönnuða og okkar í Sörla var að láta inni- og útiáhorfendaaðstöðu renna saman og verður hægt að ganga þaðan út á hellulagða stétt ofan við nýja áhorfendabrekku við völlinn.“

Nýja reiðhöllin tengist gömlu reiðhöllinni og félagsaðstöðunni.

Örfáar lausar hesthúslóðir er til á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi, þetta eru reyndar síðustu lóðirnar sem í boði verða á svæði Sörla og ekki auðvelt að sjá að hægt verði að bæta við síðar að mati Sörla.

Kostar 1,4 milljarða

Á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir 2023-2025 er áætlaðar 1.395 milljónir kr. til heildarverksins en verksamningurinn við Eykt hljóðar upp á rúmar 1.328 milljónir kr. sem er 8,7% yfir kostnaðaráætlun. Upphaflegt tilboðið, sem var eina tilboðið í verkið, var 15,9% yfir kostnaðaráætlun en með samningum náðist að lækka samningsupphæðina um tæpa 88,1 milljón kr.

  • Uppgröftur á lausum jarðvegi 7.000 m³
  • Losun klappar 900 m³
  • Fyllingar 14.800 m³
  • Mótasmíði 5.600 m²
  • Bendistál 105 tonn
  • Steinsteypa 1.225 m³
  • Stálvirki 201 tonn
  • Lagna- og loftræsikerfi
  • Frágangur innanhúss
  • Frágangur utanhúss
  • Færsla veitulagna 1.560 m

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2