Í dag var gengið frá samkomulagi við Rio Tinto á Íslandi um að fresta verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu á morgun, föstudag, um eina viku.
Á heimasíðu Verkalýðsfélagsins Hlífar kemur fram að þetta sé gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning.
Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.