fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirUngmenni í vinabæjarheimsókn í Cuxhaven

Ungmenni í vinabæjarheimsókn í Cuxhaven

Hljómsveitin Amandus heimsótt

Sinfóníuhljómsveit Tón­listarskóla Hafnarfjarðar er nú á ferð í Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Er sveitin að endurgjalda heim­sókn hljómsveitarinnar Amandus. Í ferðinni æfa ungmennin saman íslensk og þýsk þjóðlög og vinna í litlum hópum en markmið verkefnisins er að koma á góðum tengslum milli ungmennanna í gegnum tónlist, leik og sköpun og að þessi nýi hljóðheimur með náttúruhljóðum opni þeim leiðir og víkki sjóndeildar­hringinn til nýsköpunar og frekara samstarfs. Hljómsveit­in kemur heim morgun eftir vikuferðalag.

Í ferðinni hefur ýmislegt verið gert. Eftir útsýnisferð um Hamborg þar sem meðal tónlistarhúsið var barið augum var ekið til Cuxhavn þar sem fjölskyldurnar sem gist er hjá tóku á móti öllum. Góð stemmning var í hópnum og allir spenntir fyrir komandi viku.

Allur hópurinn samanstendur af 27 íslenskum hljóðfæraleikurum og 5 kennurum sem þeim fylgja auk 28 Þjóðverja.

Laugardagurinn hófst með æfingu og síðan voru tónleikar síðdegis í miðbæ Cuxhaven. Á sunnudeginum var farið á Sjóminjasafnið 10 vindstig og þar fengu þau innsýn í líf sjómanna og allt sem því tengist. Nemendurnir þóttu með þeim þægari sem hafa komið á þetta safn. Einnig var fótboltamót á ströndinni.

Annað liðanna í fótboltamótinu

Á æfingu á mánudagsmorgni var öllum skipt í sjö 8 manna hópa sem í voru 4 Íslendingar og 4 Þjóðverjar. Æfði hver hópur 1 lag þjóðlag frá hvoru landi. Að lokinni morgunæfingu voru leirurnar við Cuxhaven skoðaðar. Flestir óðu berfætt um 2 km út á fjörunni. Leiðsögumenn sýndu okkur ýmis dýr sem vaxa í leirunum og sögðu okkur að þó leirurnar nái ekki nema 7 km út hér sem við erum, séu þær upp í 25 km breiðar sums staðar. Eyjar eru hér úti fyrir, þar býr fólk allt árið og fer á milli á fjöru á traktorum með traktorskerrur. Að gönguferð lokinni var síðan æfingum haldið áfram.

Vaðið á leirunum.

Á þriðjudag var síðan haldið áfram að æfa í hópum fyrir hádegi og búin til hljóðfæri úr því efni sem fannst í gönguferðinni daginn áður. Eftir hádegi æfðu hóparnir síðan saman.

Æfing í hátíðarsalnum.

Í gær var æfing í hátíðarsal skólans áður en haldið var í skemmtiferð tll Bremen þar sem ýmislegt var skoðað m.a. Schnoorhverfið, ráðhúsið, Roland, dómkirkjan, Böttcherstrasse og að sjálfsögðu var farið í búðir.

Í dag fimmtudag verður fyrst spilað fyrir 7.-9. bekk og síðan verða hátíðartónleikar í kvöld fyrir gestgjafa og aðra.

Hópurinn kemur heim á föstudag, reynslunni ríkari.

Fleiri myndir úr ferðinnni birtast fljótlega.

Frá lokatónleikunum á fimmtudagskvöldi.
Frá hátíðartónleikunum í Cuxhaven.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2