Sjaldan meiri grasvöxtur

Keppst við að ná áætlun

Gras slegið við Bæjarhraun - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar keppast nú við að ná áætlun við slátt á opnum svæðum í bænum en Guðjón Steinar Sverrisson, garðyrkjustjóri bæjarins segist sjaldan hafa upplifað svona mikinn grasvöxt.

Hinn mikli grasvöxtur hefur bæði kallað á aukinn slátt auk þess sem vinnan gengur oft hægar.