fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðKrossnefur hámar í sig sólberjafræ í boði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Krossnefur hámar í sig sólberjafræ í boði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Fuglaljósmyndarar koma sífellt meira í Höfðaskóg

Krossnefur er einn þeirra fugla sem numið hafa hér land á undanförnum árum. Þetta er smávaxin finka sem lifir í skógum Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu og lifir aðallega á grenifræjum og verpir hann í greniskógum. Ber goggurinn þess merki að hann er aðlagaður til að geta náð fræjum úr könglum og er nafn hans dregið af lögun goggsins.

Krossnefur finka-24
Krossnefur, karl- og kvenfugl í Höfðaskógi. Ljósm.: Guðni Gíslason

Karlfuglinn er litskrúðugur, rauður og appelsínugulur en kvenfuglinn er gráleitur eða grágrænnn.

Starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hefur lengi laðað til sín fugla með því að fóðra þá á bretti og hafa margir sjaldgæfir fuglar sést þar og er svæðið orðið mjög vinsælt meðal fuglaljósmyndara, innlendra sem erlendra.

Krossnefur_finka-07
Krossnefur. Ljósm. Guðni Gíslason

Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri félagsins segir að þegar gefið hafi verið sólberjafræ á fóðurbrettið hafi krossnefurinn tekið því fagnandi.

Krossnefur. Ljósm.: Guðni Gíslason
Krossnefur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2