Samþykkt hefur verið að leggja á gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð.
Lagði umhverfis- og framkvæmdaráð til á fundi sínum í morgun að gjaldtakan verði eftirfarandi:
- Verð á hraðhleðslu (DC 50 kW) verði 20 kr. fyrir kílówattstundina og 19 kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gerir það 5 kr. afslátt ef tillagan verður samþykkt.
- Verð á hæghleðslu (AC 22 kW) verði 20 kr. fyrir kílówattstundina og 2 kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gerir það 50 aura afslátt ef tillagan verður samþykkt.
Er þetta sama verð og hjá ON nema að mínútugjaldið leggst ekki á fyrr en eftir 15 mínútur.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði tillögunni til samþykktar í bæjarráði.
Hleðslustöðvar í Hafnarfirði:
- Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2 – Ísorka, hæghleðsla
- Ásvallalaug, Ásvöllum 2 – Ísorka, hæghleðsla
- Fjarðargata við Fjörð – Ísorka, hæghleðsla og hraðhleðsla
- Krónan, Fjarðarhrauni 13 – Ísorka, hæghleðsla
- Flugvellir 1 – Orka náttúrunnar, hæghleðsla
Fleiri hleðslustöðvar eru við einstök fyrirtæki en óvíst um aðgang almennings eða viðskiptavina að þeim.