fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÞriðjungur félaga í Hlíf vildu hafna samningi við sveitarfélagið

Þriðjungur félaga í Hlíf vildu hafna samningi við sveitarfélagið

Kjarasamningur 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsmenn sveitarfélaga var samþykktur með miklum meirihluta.

Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 16 félaga um nýjan samning, og stóð hún yfir 3. til 10. febrúar. Var kjörsókn 32,83% en heildarfjöldi félaga er um 4.200.

80,55% samþykktu samninginn en 16,33% vildu hafna honum. 3,12% tóku ekki afstöðu.

Mest andstaða við samninginn var í Verkalýðsfélaginu í Hlíf í Hafnarfirði og hjá Stéttarfélagi Vesturlands en þar voru 44,4% á móti samningnum en hjá Hlíf voru 33,3% andvígir samningnum.

Helstu samningsatriði

Meðal nýjunga í samningnum er stofnun sérstaks Félagsmannasjóðs með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr.

Vinnutími styttist um 13. mínútur á dag eða 65 mínútur á viku, frá 1. janúar 2021.

Félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum
1. janúar 2020: Hækka laun um kr. 17.000 kr.
1. apríl 2020: Hækka laun um kr. 24.000 kr.
1. janúar 2021: Hækka laun um kr. 24.000 kr.
1. janúar 2022: Hækka laun um kr. 25.000 kr.
1. janúar 2023: Hækkun í samræmi við hækkun á almennum vinnumarkaði sem samið verður um þá.

Uppgjörsgreiðsla fyrir tímabilið 1. ágúst til 31. desember 2019 kr. 70.000, sem greiðist þann 1. febrúar 2020.

Persónuppbót er greidd út 1. maí og 1. desember ár hvert.
1. desember 2019 kr. 115.850
1. maí 2020 kr. 50.450
1. desember 2020 kr. 118.750
1. maí 2021 kr. 51.700
1. desember 2021 kr. 121.700
1. maí 2022 kr. 53.000
1. desember 2022 kr. 124.750
1. maí 2023 kr. 54.350

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2