Suðurbæjarlaug lokuð til 12. júní vegna viðhalds

Suðurbæjarlaug hefur verið tæmd

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað til 11. júní vegna viðhaldsframkvæmda. Laugin verður opnuð að nýju laugardaginn 12. júní.

Verið er að gera við flísar sem losnuðu þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir í febrúar en nýlega hafði þá verið búið að gera við lausar flísar. Ekki er vitað hvað olli upphaflega en skemmdirnar eru á mótum þar sem sundlaugin og tengingin við innilaugin koma saman.

Þá er einnig verið að mála sveppinn og endurnýja síur í heitum pottum og þrífa.

Líkamsræktin í kjallaranum verður opin á þessu tímabili.

Bent er á að Ásvallalaug er opin alla virka daga og um helgar og Sundhöll Hafnarfjarðar alla virka daga auk þess sem Sundhöllin verður opin helgina 5. – 6. júní vegna lokunar í Suðurbæjarlaug.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here